Kærastinn með til Moskvu 28. apríl 2009 09:00 „Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Þetta stóð tæpt. Spurning hvort maður kæmist út af prófunum. En ég næ því alveg," segir Ólafur Ólafsson - kærasti Eurovision-stjörnunnar Jóhönnu Guðrúnar sem nú undirbýr sig sem sem mest hún má undir Eurovision-keppnina sem fram fer í Moskvu 12. maí. Þjóðinni brá í brún þegar kom í ljós að vegna sparnaðaraðgerða kæmist helsta fylgdarlið ekki með Eurovision-hópnum til Moskvu. Ekki einu sinni var gert ráð fyrir kærasta Jóhönnu Guðrúnar. En nú hefur ræst úr því sem betur fer. Ólafur fer út og það í boði föður síns, Ólafs Björnssonar forstjóra. Hann býður stráknum sínum og fara þeir feðgar út 10. maí, dvelja eina nótt á hóteli í Kaupmannahöfn og fara svo til Moskvu þar sem þeir verða í rúma viku. Jóhanna og hópurinn leggja hins vegar af stað 3. maí. „Við pabbi ákváðum að kíkja og förum á eigin vegum. Já, þetta verður skemmtilegt," segir Ólafur sem nú getur stutt við bakið á sinni heittelskuðu. „Já, já, ég mun gera það. Og spái henni tvímælalaust sigri í undanúrslitunum. Ég er viss um að hún kemst upp úr þeim. Hún hefur verið að fá svo góða dóma." Þeir feðgar verða ekki á sama hóteli og Jóhanna Guðrún heldur á Metrópól-hótelinu sem er í hjarta Moskvuborgar - fimm stjörnu hótelsem stendur andspænis Bolsoj-óperunni og aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kreml. Sögufrægt hótel og reglulegur gestur í rússneskum bókmenntum. Eurovision-hópurinn dvelst hins vegar í úthverfi í sparnaðarskyni; á hóteli sem heitir Cosmos. Það er fjögurra stjörnu hótel sem byggt var í tengslum við Ólympíuleikana árið 1980. Þetta þýðir að Ólafur gistir á umtalsvert betra hóteli en sjálf Eurovision-stjarnan, kærasta hans, Jóhanna Guðrún. Ólafur er á lokasprettinum með að ljúka stúdentsprófi og útskrifast eftir rúmt hálft ár frá Flensborg þar sem hann leggur stund á viðskiptafræði. Hann hyggst fara í sumarskóla og leggja stund á ensku til undirbúnings fyrir háskólanám þar sem Ólafur stefnir á viðskiptafræðina. Ólafur spilar á gítar auk þess sem hann stundar lyftingar sér til heilsubótar. Hann lætur sér fátt finnast um fjölmiðlafárið sem nú er um Jóhönnu Guðrúnu. Til dæmis var því var slegið upp í Monitor að Eurovision-stjarnan væri hrein mey. Þetta má sjá á síðu þar sem Jóhanna svaraði mjög nærgöngulum spurningum lesenda. „Já, ég held nú að það hafi verið talsverð kaldhæðni í því svari hennar. Alveg örugglega því hún er búin að vera í föstu sambandi í tvö ár," segir Ólafur sem hefur engar áhyggjur af því að kærastan klári sig ekki af spurningum fjölmiðlamanna úti í Moskvu. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira