Innlent

Icesave-frumvarp lagt fram

Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanlegt.

Frumvarpið er ítarlegt en þar kemur fram að októbersamningar svokallaðir hafi verið erfiðir íslensku sendinefndinni gagnvart hollenskum yfirvöldum. Þá var búið að semja um vexti upp á 6.6 prósent og afborganir tæku tíu ár.

Þá kemur fram að dómstólaleiðin hafi ekki verið fær vegna þess að viðsemjendur vildu ekki fara þá leið. Þá kom fram að þrátt fyrir innistæðutryggingakerfið tæki ekki til allsherjarhruns eins og varð á Íslandi þá var dómstólaleiðin ekki fær.

Alls eru skuldirnar 705 milljarðir samkvæmt skjalinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundinum að hún teldi ríkið ekki geta komist hjá því að borga Icesave skuldirnar.

Frumvarpið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×