Innlent

Malbikunarmaður sló vinnufélaga með skóflu

Úr safni
Úr safni

Rúmlega fertugur malbikunarmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa slegið samstarfsmann sinn með skóflu í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing. Fórnarlambið fer fram á tæpa milljón í skaðabætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi í júlí í fyrra, við gatnamót við Suðurbraut í Hafnarfirði þar sem hann var við malbikunarvinnu, slegið skóflu í andlit samstarfsmanns síns.

Við það féll maðurinn aftur fyrir sig og hafnaði á vörubifreið, með þeim afleiðingum að hann hlaut vægan heilahristing, bólgnaði hægra megin í andliti, m.a á vörum, hlaut verulegar bólgur á nefi og sár hægra megin við það en auk þess tognaði hann í baki.

Í málinu gerir fórnarlambið þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 973.582 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×