Enski boltinn

Sjötta jafnteflið hjá Liverpool á Anfield

Dirk Kuyt bjargaði stigi fyrir Liverpool
Dirk Kuyt bjargaði stigi fyrir Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Liverpool 1 - 1 Manchester City

0-1 A. Arbeloa ('51, sjm)

1-1 D. Kuyt ('79)

Titilvonir Liverpool jukust ekki í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City á heimavelli sínum Anfield.

Þetta var sjötta jafntefli Liverpool á heimavelli í deildinni í vetur, en þar hefur liðið unnið sjö sigra.

Topplið Manchester United hefur til samanburðar unnið tólf heimaleiki og gert þar eitt jafntefli.

Úrslit þessi þýða að meistarar Manchester United hafa nú sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru eftir.

Manchester City hefur ekki gengið vel á ferðalögum sínum í vetur og aðeins náð í einn sigur á útivelli.

Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleiknum í dag þar sem liðið spilaði ágætlega og náði forystu þegar skot Craig Bellamy hrökk af Alvaro Arbeloa og í netið.

Slakt lið Liverpool hafði ekki verið sérstaklega ógnandi fram að því þegar Dirk Kuyt jafnaði eftir fyrirgjöf Yossi Benayoun, en þrátt fyrir mikla pressu frá heimamönnum í lokin urðu þeir að sætta sig við stig í dag.

Manchester United er á toppi deildarinnar með 62 stig, Liverpool er í öðru með 55 stig, Chelsea hefur 52 og Aston Villa 51 stig í fjórða sætinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×