Enski boltinn

Berbatov fór í verkfall hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berbatov eftir að kom til Manchester United.
Berbatov eftir að kom til Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, segir að Dimitar Berbatov hafi neitað að spila með Tottenham áður en hann var svo seldur til Manchester United.

Berbatov gekk til liðs við Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans í haust og segir Comolli í samtali við enska fjölmiðla að það mál hafi haft slæm áhrif á þjálfaralið félagsins.

Comolli var rekinn frá Tottenham í haust ásamt Juande Ramos knattspyrnustjóra í kjölfar slæms gengis liðsins.

„Ég held að það hafi haft slæm áhjrif á þjálfarana að Berbatov var svo lengi og fór ekki fyrr en á síðasta degi félagaskiptagluggans. Hvað er hægt að gera ef leikmaður segist aldrei ætla að spila fyrir félagið aftur."

„Ef að leikmaður neitar að spila þrjá leiki, eins og gerðist í sumar, hvað getur maður gert í því?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×