Innlent

Umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið lokið

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Fyrstu umræðu um frumvarp til stjórnarskipunarlaga lauk á Alþingi fyrr í dag. Fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn og átti að halda áfram í gær en ekkert varð af því. Umræða hófst eftir hádegi í dag.

Allir þingflokkar fyrir utan þingflokk sjálfstæðismanna standa að frumvarpinu. Þingmenn flokks hafa gagnrýnt harðlega að til standi að breyta stjórnarskránni án þess að það sé gert í sátt á milli allra flokka á Alþingi.

Þingfundur hefst að nýju klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×