Enski boltinn

Zola: Cole veit ekki hversu góður hann getur orðið

NordicPhotos/GettyImages

Gianfranco Zola knattspyrnustjóri Chelsea er mjög hrifinn af framherja sínum Carlton Cole og líkir honum við fyrrum liðsfélaga sinn mark Hughes.

Cole spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Englendinga á Spáni í vikunni og Zola bindur miklar vonir við þennan unga pilt.

"Carlton er einn af þessum leikmönnum sem átta sig ekki á því hvað þeir geta orðið góðir. Það er svo einfalt," sagði Zola í samtali við Setanta.

"Ég hef séð marga leikmenn spila á ferlinum og því get ég fljótt séð hvað ég er með í höndunum. Cole er að verða betri og betri og á eftir að bæta sig enn frekar. Hann minnir mig stundum á Mark Hughes af því hann er svo góður að halda bolta. Hughes gerði það einstaklega vel. Carlton er kominn vel á veg með að ná honum, en hann er líka fljótur. Hann þarf bara að nýta færin sín betur og það er allt að koma hjá honum," sagði Zola.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×