Enski boltinn

Ívar í speglun á hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson í leik með Reading.
Ívar Ingimarsson í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Ívar Ingimarsson fer í dag í speglun á hnénu sem hefur verið að valda honum vandræðum á tímabilinu.

Fram kemur á heimasíðu enska B-deildarliðsins Reading að Ívar hafi verið að spila meiddur í vetur en hann missti svo af leik liðsins gegn Wolves í vikunni. Það var fyrsti leikurinn sem hann missir af á ferlinum vegna meiðsla.

„Ívar fer í speglun til þess að reyna að greina vandann frekar. Það hefði verið gott að bíða með þetta þar til í sumar en þetta hefur verið að valda honum vandræðum og þurfti því að gera þeetta nú."

„Við þurfum að bíða og sjá hvað kemur úr þessu en það er ljóst að hann mun ekki spila um helgina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×