Lífið

Fjölbreyttir tónleikar

Reykjavík! Rokkararnir hressu halda útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld.
Reykjavík! Rokkararnir hressu halda útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld.
Hljómsveitin Reykjavík! efnir til útgáfutónleika í Norræna húsinu í kvöld til að kynna plötuna The Blood sem kom út fyrir jólin. Áður en rokkararnir stíga á svið mun Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni flytja prósakennda útleggingu á verkum Reykjavíkur! og eftir það spilar ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost. Í hléi flytur Mr. Silla verkið Æji, plís og listakonurnar Inga María Brynjarsdóttir og Hrund Atladóttir frumflytja vídeóverk sitt. Arnljótur Sigurðsson kemur einnig fram. Norræna húsið opnar klukkan 23.30 og lýkur tónleikunum klukkan tvö.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.