Lífið

Brooks og Burt minnast Doms

dom deluise Gamanleikarinn vinsæli Dom Deluise er farinn yfir móðuna miklu.
dom deluise Gamanleikarinn vinsæli Dom Deluise er farinn yfir móðuna miklu.

Mel Brooks og Burt Reynolds eru á meðal þeirra sem hafa talað hlýlega um gamanleikarann Dom DeLuise sem lést í Los Angeles á dögunum, 75 ára gamall.

Brooks, sem leikstýrði DeLuise í fjölda mynda, sagði hann hafa verið stóran í öllum skilningi þess orðs. „Hann var stór í sniðum og fékk fólk til að hlæja mikið og gleðjast,“ sagði hann.

Reynolds, sem lék oft á móti DeLuise, bætti því við að hann hefði ávallt látið sér líða vel.

„Það mun enginn koma í stað hans,“ sagði hann.

DeLuise lést síðastliðinn mánudag á sjúkrahúsi í Santa Monica eftir langvarandi veikindi. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í myndum Mel Brooks, Blazing Saddles, Silent Movie og History of the World: Part I.

Hann lék einnig á móti Reynolds í myndum á borð við The End, The Cannonball Run og Smokey and the Bandit II.

DeLuise var mikill matmaður og átti lengi í baráttu við offitu, enda vó hann á tímabili 147 kíló. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni sem allir eru leikarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.