Enski boltinn

Stuðningsmaður City fékk sér Kaka húðflúr (myndir)

Kaka-æðið rataði alla leið á bringuna á 25 ára gömlum barþjón á Englandi
Kaka-æðið rataði alla leið á bringuna á 25 ára gömlum barþjón á Englandi AFP

Christopher Atkinson, 25 ára gamall stuðningsmaður Manchester City, missti sig aðeins í gleðinni þegar til stóð að félagið keypti Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan í síðasta mánuði.

Þessi gallharði stuðningsmaður City hljóp nefnilega beint út á tattústofu og lét flúra "Kaka" á bringuna á sér. Það var breska blaðið Sun sem greindi frá þessu.

Atkinson til mikillar skelfingar varð ekkert af kaupunum eins og flestir vita og því ætlaði hann ekki að segja nokkrum manni frá þessu neyðarlega húðflúri sínu. Vinir hans komust hinsvegar að því og hafa ekki hætt að stríða honum síðan.

"Kaka er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum og því varð ég aðeins of spenntur þegar ég heyrði að hann væri að koma hingað. Það tók mig nokkrar vikur að geta hlegið að þessu en ég ætla ekki að láta taka húðflúrið af. Vonandi fáum við Kaka til okkar í sumar eða þá Lionel Messi frá Barcelona," sagði Atkinson.

Atkinson er barþjónn og hefur leikið aukahlutverk í nokkrum auglýsingum, m.a. með Wayne Rooney og Fernando Torres.

"Ætli ég fái mér ekki Robinho húðflúr næst," sagði Atkinson.

Smelltu hér til að sjá fljótfærni Atkinson varanlega þrykkta á bringuna á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×