Lífið

Úrslitin ráðast í kvöld

Hljómsveitin Agent Fresco spilar á úrslitakvöldi Músíktilrauna í kvöld.fréttablaðið/vilhelm
Hljómsveitin Agent Fresco spilar á úrslitakvöldi Músíktilrauna í kvöld.fréttablaðið/vilhelm

Ellefu hljómsveitir taka þátt í úrslitakvöldi Músíktilrauna sem verður haldið í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Undankvöldin fóru fram í Íslensku óperunni og mættu óvenju margar góðar hljómsveitir til leiks í ár.

Hljómsveitin Agent Fresco, sem vann keppnina í fyrra, stígur fyrst á svið klukkan 17 og spilar í fimm­tán mínútur. Eftir það hefja hljómsveitirnar leik og verður herlegheitunum útvarpað á Rás 2. Þrjár efstu hljómsveitirnar fá verðlaun auk þess sem hljómsveit fólksins verður valin. Einnig verða þeir einstaklingar sem þykja hafa skarað fram úr verðlaunaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.