Enski boltinn

Zenit segir að Arshavin sé orðinn leikmaður Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður Zenit í Pétursborg hefur staðfest í samtali við Sky Sports að Andrei Arshavin sé orðinn leikmaður Arsenal. Enska félagið hefur enn ekki staðfest tíðindin en gerir það væntanlega í dag.

Verið er að ganga frá pappírum í kring um Arshavin á skrifstofum úrvalsdeildarinnar, en staðfest hefur verið að öll gögn í máli Arshavin bárust á réttum tíma í gær.

Talsmaður Zenit segir að kaupverðið sé hærra en þær 12 milljónir punda sem kastað hefur verið fram og segir að "ákvæði í samningnum séu Zenit afar hagtæð."

Sagt er að rússneski landsliðsmaðurinn hafi skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Lundúnafélagið og gæti því komið við sögu í leik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×