Erlent

Fangavörður hlaut áverka eftir árás fanga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fangavörður í Hillerød í Danmörku er á sjúkrahúsi með áverka í andliti eftir árás gæsluvarðhaldsfanga í fangelsinu þar í bænum í gærkvöldi. Fanginn gerði atlögu að verðinum, sem er kona, og kastaði framan í hana ætandi efni, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, til þess að komast yfir lykla hennar. Aðrir fangaverðir komu strax á vettvang og yfirbuguðu manninn en konan var færð á sjúkrahús með brunasár í andliti. Meiðsl hennar eru þó ekki talin alvarleg. Fanginn situr í gæsluvarðhaldi fyrir alvarlegt afbrot sem lögregla vill þó ekki upplýsa nánar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×