Innlent

Svekkelsi með niðurstöður í forvali VG

Hlynur Hallsson segir marga flokksmenn svekkta vegna niðurstöðuna í forvalinu.
Hlynur Hallsson segir marga flokksmenn svekkta vegna niðurstöðuna í forvalinu.
Frambjóðandi Vinstri grænna segir marga flokksmenn svekkta yfir óbreyttri forystu framboðsins í Norðausturkjördæmi. Ekkert ungt fólk sé á listanum. Úrsagnir úr flokknum séu hafnar. Í fyrrakvöld varð röð efstu manna á listanum ljós fyrir þingkosningarnar í apríl.

Steingrímur J. Sigfússon fær fyrsta sætið, Þuríður Backman þingmaður annað sætið og Björn Valur Gíslason varaþingmaður þriðja. Þetta er sama röð og fyrir síðustu kosningar.

Hlynur Hallsson myndlistarmaður sem bauð sig fram í fyrsta til þriðja sætið nú, en hlaut sjötta, gagnrýnir niðurstöðuna, enda hafi verið uppi öflugt ákall um breytingar í samfélaginu. Hlynur segir að úrsagnir úr flokknum séu hafnar.


Tengdar fréttir

Tilkynnt um úrslit í forvali VG í kvöld

Til stóð að tilkynna um úrslit í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í gærkvöldi en vegna lélegra póstsamgangna verður það gert í kvöld, að sögn Drífu Snædals framkvæmdastýru VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×