Enski boltinn

Bruce: Getum ekki haldið í Valencia

AFP

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, segist enga von hafa um að halda vængmanninum Luis Antonio Valencia hjá félaginu lengur en til loka leiktíðar.

Valencia hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn hjá Wigan og sagt er að hann sé í sigtinu hjá Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Þá ku Real Madrid hafa reynt að fá hann á lánssamning í janúar.

Bruce er nú farinn að horfa í kring um sig eftir leikmanni til að leysa hinn 23 ára gamla Ekvadormann af hólmi í sumar.

"Hann er á förum frá félaginu, það er óhjákvæmilegt. Það er gríðarlegur áhugi á honum, ekki bara á Englandi, heldur um heim allan. Við erum að tala up stærstu félög hér, á Spáni og víðar. Real Madrid vildi fá hann að láni en tilboð þeirra var ekki ásættanlegt. Við höfum einn mann í sigtinu til að leysa hann af, en það eru enn fimm mánuðir til stefnu," sagði Bruce í samtali við Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×