Innlent

Allt verði gert til að bjarga sparisjóðunum

Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon í pontu.
Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon í pontu. MYND/AP
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að allt verði gert til að treysta undirstöðu sparisjóðakerfisins þannig að sparisjóðirnir verði einn af máttarstólpum samfélagsins. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu Alþingi í dag um stöðu efnahagsmála sem fór fram að ósk Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins. Steingrímur sagði að endurfjármögnun bankanna verði lokið í lok apríl.

Í máli sínu sagði Birkir hættu á kerfishruni næðist ekki sátt um mikilvægar aðgerðir í efnahagsmálum. Hann spurðist meðal annars fyrir um stöðu sparisjóðanna en áður hefur Birkir lagt til að stjórnvöld feli sparisjóðunum að yfirtaka einn af ríkisbönkunum þremur.

Steingrímur sagðist eiga von á því að endurskipulagnins bankakerfisins ljúki í lok næsta mánaðar. Það kom einnig fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, segm sagði að gert væri ráð fyrr endurfjármögnun bankana verði lokið í lok næsta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×