Innlent

Jafnvel rætt við umsækjendur

Katrín tekur ákvörðun á næstu dögum um ráðningu Þjóðleikhússtjóra. Mynd/GVA
Katrín tekur ákvörðun á næstu dögum um ráðningu Þjóðleikhússtjóra. Mynd/GVA

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, bræðir nú með sér hvort rætt verður við umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra. Nokkuð var kvartað yfir því að umsagnaraðilinn, þjóðleikhúsráð, hefði ekki tekið viðtal við umsækjendur.

Katrín segist munu ákveða framhaldið á næstu dögum. Hún segir einnig til skoðunar að setja fram lagafrumvarp um hámarkssetu leikhússtjórans. Það verði hins vegar að skoðast í samhengi við aðra listræna stjórnendur. Trauðla gangi að einungis gildi svona ákvæði um þjóðleikhússtjóra.- kóp








Fleiri fréttir

Sjá meira


×