Erlent

Næsti forsætisráðherra Danmerkur?

Óli Tynes skrifar
Lars Lökke ásamt konu sinni Sólrúnu og börnum þeirra.
Lars Lökke ásamt konu sinni Sólrúnu og börnum þeirra.

Ef Anders Fogh Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATO er fastlega gert ráð fyrir að Lars Lökke Rasmussen taki við embætti forsætisráðherra Danmerkur.

Lars Lökke er 45 ára gamall, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann hefur setið á þingi frá 1994. Fyrsta ráðherraembætti hans var í innanríkisráðuneytinu en í dag er hann fjármálaráðherra.

Lars Lökke er varaformaður Venstre, þar sem Anders Fogh er nú formaður. Ekki er þó víst að tími Lars Lökke sé kominn, þar sem Tyrkir leggjast gegn því að Anders Fogh verði framkvæmdastjóri NATO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×