Enski boltinn

Rooney á bekknum gegn Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rooney fagnar með félögum sínum.
Rooney fagnar með félögum sínum.

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að sóknarmaðurinn Wayne Rooney verði meðal varamanna í leik Manchester United við Fulham á miðvikudagskvöld. Rooney meiddist í sigri United gegn Wigan í síðasta mánuði og hefur misst af sjö leikjum þess vegna.

Ferguson er ánægður með þróun meiðsla Rooney og ákvað að velja hann í hópinn fyrir leikinn gegn Fulham. „Það er ætlunin að Wayne Rooney komi við sögu í leiknum annað kvöld og mun hann byrja á bekknum. Hann hefur verið að æfa undanfarna daga og litið vel út," sagði Ferguson.

Búist er við að Carlos Tevez og Dimitar Berbatov hefji leikinn í sóknarlínu United en félagið getur náð fimm stiga forystu með sigri í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×