Innlent

Gunnar Bragi: Sterkur listi

Gunnar Bragi.
Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi Sveinsson, sigurvegarinn í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er afar ánægður með niðurstöðuna í kosningunni. Hann segir að framsóknarmenn hafi stillt upp sterkum lista.

,,Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir afgerandi stuðning sem ég fékk. Ég tel að efstu sætin endurspegli ágætlega þetta stóra kjördæmi."

Kristinn H. Gunnarsson sem gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum varð ekki meðal fimm efstu. Guðmundur Steingrímsson sem einnig gekk nýverið í Framsóknarflokkinn stefndi líkt og Gunnar Bragi á fyrsta sætið en lenti í öðru sæti.

Krafa flokksmanna um endurnýjun var mikil. Aðspurður telur Gunnar að sú krafa hafi unnið gegn Kristni sem hafi setið á þingi um alllangt skeið.

Framsóknarflokkurinn fékk einn þingmann kjörin í Norðvesturkjördæmi í kosningunum fyrir tveimur árum.

Flokksmenn koma saman á kjördæmaþingi um næstu helgi og samþykja framboðslistann í heild sinni.




Tengdar fréttir

Gunnar Bragi efstur - Kristni H. hafnað

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði, varð efstur í póstkosningu flokksins í Norðvesturkjördæmi en atkvæði voru talin í gærkvöldi. Kristinn H. Gunnarsson sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum varð ekki meðal fimm efstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×