Enski boltinn

Mikið breytt á aðeins 64 dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrra mark Liverpool í sigrinum á Anfield orðið að veruleika.
Fyrra mark Liverpool í sigrinum á Anfield orðið að veruleika. Mynd/GettyImages

Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að minnast á gengi Liverpool eftir að Rafael Benitez gagnrýndi harðlega að Sir Alex Ferguson, stjóri Liverpool, kæmist alltaf upp með meira en allir hinir stjórarnir.

Þetta gerðist 9. janúar og Liverpool var þá á toppi deildarinnar. Daginn eftir náði Liverpool-liðið aðeins markalausu jafntefli á móti Stoke og hefur síðan aðeins náði í 13 af 24 mögulegum stigum.

Manchester United hefur aftur á móti náð í 14 fleiri stig á þessum tíma og hafa náð öruggri forustu á toppnum eftir að hafa unnið 11 deildarleiki í röð.

Á 64 dögum hefur Liverpool-liðið nánast kastað frá sér titilvonum en með sigri á Manchester United á Old Trafford á eftir endurvekur liðið meistaravonirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×