Íslenski boltinn

Heimir: Erum að skemmta fólkinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm

"Ég held að þetta verði ekki sætara en þetta. Þetta var auðvitað ótrúlegur endir á leiknum. Í sjálfu sér spiluðum við mjög vel í fyrri hálfleik og það var ekkert hægt að kvarta yfir spilamennsku liðsins. Við sköpuðum okkur ótrúlega mikið af færum en náðum ekki að brjóta ísinn og fengum á okkur að sama skapi klaufalegt mark eftir hornspyrnu sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir," sagði Heimir.

"Við byrjum seinni hálfleikinn á að gefa þeim mark og við verðum að fara að fækka mistökunum. Blikar hefðu auðvitað getað skorað þriðja marki og drepið leikinn en þeir gerðu það ekki og við sýndum enn og aftur frábæran karakter."

Blikar slógu FH út af laginu með öðru markinu. "Eðlilega og það tók okkur smá tíma að jafna okkur. Blikar komu út í seinni hálfleikinn af krafti og settu okkur undir meiri pressu en í fyrri hálfleik og við náðum ekki að leysa það fyrr en Alexander kom inná. Hann er góður að fá boltann í fæturna og halda honum aðeins á vellinum og þá gat liðið í framhaldinu færst ofar á völlinn," og svo endaði Alexander Söderlund leikinn með marki dagsins.

"Hvað er hægt að biðja um annað meira, skeytin inn. Það er ekki hægt að fá meira fyrir peninginn enda erum við að skemmta fólkinu," sagði glaðbeittur Heimir í leikslok.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×