Enski boltinn

Keane kominn aftur til Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robbie Keane er aftur orðinn leikmaður Tottenham.
Robbie Keane er aftur orðinn leikmaður Tottenham.

Tottenham Hotspur hefur staðfest að Robbie Keane sé kominn aftur til liðsins. Keane var keyptur til Liverpool frá Tottenham á 18 milljónir punda síðasta sumar en hefur ekki átt fast sæti í liðinu.

Keane stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði undir samning við Tottenham. Á opinberri heimasíðu félagsins er lýst yfir mikilli ánægju með að leikmaðurinn sé mættur aftur á White Hart Lane.

Reiknað er með að Tottenham hafi borgað um 15 milljónir punda til að fá Keane aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×