Bændur slökkva ljósin í skugga skelfilegrar stöðu 12. október 2009 06:00 Jón Bjarnason „Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira