Bændur slökkva ljósin í skugga skelfilegrar stöðu 12. október 2009 06:00 Jón Bjarnason „Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Staðan er að verða skelfileg hjá garðyrkjubændum. Kostnaðurinn hefur hækkað mikið og hef ég heyrt að nokkrir íhugi að hætta heilsársframleiðslu um næstu áramót,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í síðustu viku var rætt um að leggja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Fjármálaráðherra dró fljótlega úr væntanlegum álögum og sagði skatt á bilinu 20 til 30 aura á hverja stund nærri lagi. Bjarni segir garðyrkjubændur uggandi. Þótt nefnt hafi verið að þeir verði hugsanlega undanþegnir skattinum sé ekkert í hendi. Miðað við sextíu milljónir kílóvattstunda á ári getur 30 aura skattur þýtt allt að átján milljóna króna álagningu á greinina. Þá hefur dreifikostnaður raforku til garðyrkjubænda hækkað um þrjátíu prósent frá síðustu áramótum. „Ég hef verulegar áhyggjur á meðan ekkert hefur verið staðfest í þessu máli,“ segir Bjarni en bætir við að þótt enginn garðyrkjubóndi hafi hætt störfum af þessum sökum sé staðan erfið hjá mörgum. Hann bendir á að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu gróðurhúsa í sparnaðarskyni en það hefur skilað átta prósenta minni orkunotkun frá áramótum. Það hefur komið niður á framleiðslunni en sautján prósentum færri tómatar hafa verið settir á markað en í fyrra. Framleiðsla á gúrkum hefur staðið í stað. Það kann að breytast fljótlega, að sögn Bjarna. „Þetta er eina vörnin,“ segir hann og bendir á að í ár hafi dregið úr framleiðslunni í fyrsta sinn frá því raflýsing var komið á í gróðurhúsum fyrir 19 árum. Á sama tíma hefur ekkert dregið úr eftirspurn og því muni innflutningur aukast. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að enn eigi eftir að útfæra hugmyndina um orkuskattinn og bendir á að seint í júlí síðastliðnum hafi verið settur á laggirnar starfshópur sem skoða á aukna hagkvæmni íslenskrar ylræktar og möguleika greinarinnar á komandi árum. - jab
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira