Innlent

Leit að orsök reyks á hafi hætt

Leit að orsök reyks sem þrír aðilar urðu varir fyrr í kvöld hefur verið hætt. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna reyks sem sást á hafi norður af Njarðvík í kvöld.

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom á leitarsvæðið Austur af Garðskaga fyrir um klukkustund síðan og tók við vettvangsstjórn. Ekki hafa fundist frekari vísbendingar um reykinn sem þrír aðilar urðu varir við fyrr í kvöld Austur af Garðskaga.

Er nú talið að búið sé að leita af sér allan grun en varðskipið verður áfram á staðnum og fylgist með svæðinu. Fyrir stundu var ákveðið í samráði við vettvangsstjórn að afturkalla leitina og halda því björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar senn til hafnar og þyrla Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvöll.












Tengdar fréttir

Björgunarsveitir ræstar út vegna reyks á hafi

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út vegna reyks sem sást á hafi norður af Njarðvík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum liggja ekki nánari upplýsingar fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×