Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir 7. nóvember 2009 19:16 Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. Breytingar voru gerðar á almennum hegningarlögum í apríl á þessu ári. Með þeim var gert refsivert að kaupa vændi en slíkt getur varðað sektum eða eins árs fangelsi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi en fyrir það geta menn fengið 6 mánaða fangelsi. Þrátt fyrir að auglýsingar séu bannaðar eru dagblöðin full af auglýsingum um vændi. Það er reyndar markaðssett sem líkamsnudd en þó með fullkominni þjónustu. Fréttastofan fékk mann til að hringja í eitt þessara númera sem auglýst eru og spyrja hvað væri í boði. Í samtali þeirra kom fram að konan rukkaði 20 þúsund krónur fyrir kynmök og 15 þúsund fyrir munnmök. Maðurinn pantaði tíma og var ákveðið að hann myndi mæta í Skipholtið, þaðan sem konan starfar, klukkan þrjú. Þegar þangað var komið opnaði hún útidyrnar en varð vör við að fleiri væru með í för. Hún neitaði því að opna dyrnar að íbúðinni. Fréttamaður ræddi við hana í síma. Hún sagðist starfa á eigin vegum. Saga hennar er þó fremur ótrúverðug þar sem hún segist búa á Kúbu en koma hingað til lands tvær vikur í senn til að læra íslensku. Vændið sé til að framfleyta henni - en hún tekur á móti allt að þremur viðskiptavinum á dag. Það skal tekið fram að ekki er ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Nú hálfu ári eftir að lögin voru samþykkt sem gerðu kaup á vændi refsiverð hefur enginn karlmaður og engin kona verið ákærð fyrir slíkt brot. Þó er ljóst að vændi er stundað á Íslandi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál væru þó til rannsóknar.Mynd/PjeturKolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal þeirra sem barist hefur hvað mest gegn vændi á Íslandi. Hún bendir á að samþykkt hafi verið síðastliðið vor aðgerðaráætlun gegn mansali en þar er skýrt kveðið á um að það þurfi að vinna gegn eftirspurn eftir vændi. „Að mínu mati hefur lögreglan ekki haft þessi mál hafi í forgangi hingað til og það þarf sennilega dálítið meira til heldur en þessa aðgerðaáætlun að það breytist. Það verður auðvitað að taka afgerandi ákvörðun um það innan lögreglunnar að þetta verði meðal forgangsmála," segir Kolbrún. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. Breytingar voru gerðar á almennum hegningarlögum í apríl á þessu ári. Með þeim var gert refsivert að kaupa vændi en slíkt getur varðað sektum eða eins árs fangelsi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi en fyrir það geta menn fengið 6 mánaða fangelsi. Þrátt fyrir að auglýsingar séu bannaðar eru dagblöðin full af auglýsingum um vændi. Það er reyndar markaðssett sem líkamsnudd en þó með fullkominni þjónustu. Fréttastofan fékk mann til að hringja í eitt þessara númera sem auglýst eru og spyrja hvað væri í boði. Í samtali þeirra kom fram að konan rukkaði 20 þúsund krónur fyrir kynmök og 15 þúsund fyrir munnmök. Maðurinn pantaði tíma og var ákveðið að hann myndi mæta í Skipholtið, þaðan sem konan starfar, klukkan þrjú. Þegar þangað var komið opnaði hún útidyrnar en varð vör við að fleiri væru með í för. Hún neitaði því að opna dyrnar að íbúðinni. Fréttamaður ræddi við hana í síma. Hún sagðist starfa á eigin vegum. Saga hennar er þó fremur ótrúverðug þar sem hún segist búa á Kúbu en koma hingað til lands tvær vikur í senn til að læra íslensku. Vændið sé til að framfleyta henni - en hún tekur á móti allt að þremur viðskiptavinum á dag. Það skal tekið fram að ekki er ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Nú hálfu ári eftir að lögin voru samþykkt sem gerðu kaup á vændi refsiverð hefur enginn karlmaður og engin kona verið ákærð fyrir slíkt brot. Þó er ljóst að vændi er stundað á Íslandi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál væru þó til rannsóknar.Mynd/PjeturKolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal þeirra sem barist hefur hvað mest gegn vændi á Íslandi. Hún bendir á að samþykkt hafi verið síðastliðið vor aðgerðaráætlun gegn mansali en þar er skýrt kveðið á um að það þurfi að vinna gegn eftirspurn eftir vændi. „Að mínu mati hefur lögreglan ekki haft þessi mál hafi í forgangi hingað til og það þarf sennilega dálítið meira til heldur en þessa aðgerðaáætlun að það breytist. Það verður auðvitað að taka afgerandi ákvörðun um það innan lögreglunnar að þetta verði meðal forgangsmála," segir Kolbrún.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira