Enski boltinn

Carr tekur skóna úr hillunni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carr er mættur aftur í boltann.
Carr er mættur aftur í boltann.

Írski bakvörðurinn Stephen Carr hefur tekið skóna úr hillunni og gert samning við 1. deildarliðið Birmingham til eins mánaðar. Carr er 32 ára en hann er fyrrum leikmaður Tottenham og Newcastle.

Alex McLeish, stjóri Birmingham, segir á heimasíðu félagsins að hann hafi verið að leita að bakverði og Stephen komi með mikla reynslu í liðið.

„Hann hefur ekki leikið lengi en það er enginn vafi á því að hann er góður leikmaður þegar hann kemst í form," sagði McLeish. Birmingham er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar og því í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×