Erlent

Niðurskurður boðaður á Írlandi

Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands.
Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands.
Fjármálaráðherra Írlands hefur kynnt harkalegar aðgerðir til þess að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Hann boðar bæði niðurskurð og skattahækkanir.

Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands sagði í fjörutíu mínútna ræðu í gær að Írland ætlaði að koma fjárlagahalla sínum undir viðmiðunarmörk Evrópusambandsins árið 2013.

Mesti sársaukinn af þeim aðgerðum komi fram árin 2010-2011. Á þessu ári er ætlunin að skera niður um einn og hálfan milljarð evra og taka inn einn komma átta milljarða evra í hækkuðum gjöldum.

Við það sagði Lenihan að fjárlagahallinn yrði 10,75 prósent af þjóðarframleiðslunni en hefði ella orðið 12,75 prósent.

Nokkrir hagfræðingar hafa gagnrýnt að í ræðu Lenihans hafi ekki verið útskýrt með hvaða hætti skattatekjur verði auknar um 3,25 milljarða evra á árunum 2010 og 2011 og hvar verði skorið niður um 10,6 milljarða Evra á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×