Erlent

Rændu peningaflutningabíl í Slagelse

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl í Slagelse í Danmörku í gærkvöldi. Bíllinn beið við bakdyr stórmarkaðar en þar var verið að sækja peninga til að flytja í bankahólf. Bílstjórinn var einn í bílnum þegar ræningjana bar að garði og neyddu þeir hann til að afhenda sér nokkrar peningatöskur sem höfðu verið sóttar í fleiri stórmarkaði fyrr um kvöldið. Ræningjarnir, sem eru af erlendu bergi brotnir, eru enn ófundnir en lögregla leitar þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×