Leikarinn Casey Affleck ætlar að leikstýra heimildarmynd um nýhafinn tónlistarferil kollega síns og mágs, Joaquin Phoenix. Síðasta haust tilkynnti Phoenix öllum að óvörum að hann ætlaði að gefa leiklistina upp á bátinn og einbeita sér að tónlistinni. Ætlar hann að reyna fyrir sér í rappinu og mun Sean Combs taka upp fyrstu plötu hans.
Affleck er þekktastur fyrir leik sinn í Gone Baby Gone, The Assassination of Jesse James og Ocean"s Eleven-myndirnar. Hann er kvæntur Summer Phoenix, systur Joaquin.