Erlent

Fyrstu myndir frá tunglfarinu berast

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/NASA

Tunglfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur nú sent fyrstu myndirnar af yfirborði tunglsins til jarðar og er það í fyrsta sinn sem loftmyndir eru teknar af tunglinu úr svo lítilli hæð en farið sveimar umhverfis tunglið í 50 kílómetra hæð. Með hjálp myndanna hyggst NASA velja heppilegan lendingarstað fyrir tunglfara en ætlunin er að senda menn til tunglsins fyrir árið 2020 og byggja þar rannsóknarstöð þar sem þeir hefðust við til lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×