Enski boltinn

Given fær leyfi til að ræða við Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given í leik með Newcastle.
Shay Given í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle hefur gefið Shay Given leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör og því útlit fyrir að hann sé á leið frá félaginu.

Talið er að Newcastle vilji fá átta milljónir punda fyrir Given en áður hafði Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, sagt að upphaflega tilboð City upp á fimm milljónir hafi verið hrein móðgun.

Given kom ekki við sögu í leik Newcastle og City á miðvikudaginn en hann hefur áður sagt að hann vilji komast í burtu frá félaginu þar sem hann hefur verið undanfarin tólf ár.

Given hefur á þeim tíma spilað 461 leik fyrir Newcastle síðan hann kom til félagsins árið 1997 frá Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×