Íslenski boltinn

Atli skrifar undir tveggja ára samning við Stjörnuna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Atli Jóhannsson í leik með KR.
Atli Jóhannsson í leik með KR. Mynd/Daníel

Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson hefur fengið lendingu í sín mál og er genginn til liðs við Stjörnuna í Garðabæ en hann skrifar undir tveggja ára samning við liðið.

Samningur Atla við KR rann út eftir síðasta tímabil og fastlega var búist við því að leikmaðurinn yrði áfram í herbúðum Vesturbæjarliðsins en hann ákvað á endanum að fara í Stjörnuna.

„Ég er bara feginn með að vera búinn að ganga frá þessu og get núna farið að einbeita mér að öðrum hlutum. Stjörnumenn voru ólmir í að fá mig og það hafði mikið að segja í minni ákvörðun," segir Atli en mörg lið voru á höttunum eftir honum.

„Það voru nokkur lið sem höfðu samband og ég er þakklátur fyrir það. ÍBV var eitt af þeim liðinum en ég og konan erum búin að koma okkur vel fyrir upp í Árbæ og því kom það eiginlega aldrei til greina að fara þangað," segir Atli en nánara viðtal birtist við Atla í Fréttablaðinu á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×