Innlent

Sérsveitin fór í 48 vopnuð verkefni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn við störf í mótmælum. Mynd/ Anton.
Lögreglumenn við störf í mótmælum. Mynd/ Anton.
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 48 vopnuð verkefni í fyrra, samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu embættisins. Samkvæmt skýrslunni sinnti sérsveitin 4.364 verkefnum í fyrra. Þar af voru almenn verkefni 4168 talsins og sérsveitarverkefnin 196 en vopnuð verkefni eru þar innifalin. Heildarfjöldi verkefnanna samsvarar tæpum 12 verkefnum á dag að meðaltali.

Samkvæmt skýrslunni sinnti lögreglan 24 öryggisgæsluverkefnum og ýmsar deildir lögreglu voru aðstoðaðar í 79 tilfellum vegna sérstakra verkefna. Sprengjusérfræðingar sérsveitarinnar sinntu 11 verkefnum og kafarar sérsveitarinnar sinntu fjórum verkefnum vegna leitar að sönnunargögnum í sakamálum.

„Í maí í fyrra sinnti fjöldi sérsveitarmanna lögreglustörfum á jarðskjálftasvæðunum á Suðurlandi. Í september fór fram nýliðanámskeið sérsveitarinnar og luku sjö lögreglumenn námskeiðinu. Í október, nóvember og desember sinnti sérsveitin öryggisgæslu vegna æðstu stjórnar ríkisins og lagði til mannskap og búnað vegna lögregluaðgerða í tengslum við mótmæli í miðborg Reykjavíkur," segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×