Innlent

Breytir ekki áherslum hér á landi

Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO.
Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna svínaflensunnar í fimmta stig af sex. Sérfræðingar stofnunarinnar telja því að heimsfaraldur gæti verið yfirvofandi. „Í heimsfaraldri er mannkynið allt í hættu," segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO.

Tilkynnt hafði verið um 2.500 tilfelli í Mexíkó í gær, og vírusinn hafði dreift sér til að minnsta kosti tíu ríkja Bandaríkjanna.

Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir þessa breytingu hjá WHO koma til þar sem veiran sé farin að smitast manna á milli utan Mexíkó og Bandaríkjanna. Slík tilfelli hafi þegar greinst á Spáni. Hann segir hækkað viðbúnaðarstig ekki breyta áherslum hér á landi.

„Við erum með öðruvísi kerfi en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin.

Við erum á því sem við köllum hættustig, sem tekur til bæði stigs fjögur og fimm hjá stofnuninni, svo áhættumatið breytist ekki," segir Haraldur.

Staðan verður metin aftur í dag, en engar vísbendingar eru um að flensan sé komin hingað til lands, segir Haraldur. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×