Erlent

Ákvörðun um endurtalningu frestað

Frá mótmælum við þinhúsið í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, sl. miðvikudag. MYND/AP
Frá mótmælum við þinhúsið í Chisinau, höfuðborg Moldavíu, sl. miðvikudag. MYND/AP MYND/AP
Hæstiréttur Moldavíu ákvað að fresta í dag umfjöllun sinni um beiðni forseta landsins um endurtalningu atkvæða í þingkosningunum þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Kommúnistaflokkurinn í Moldavíu samþykkti fyrr í vikunni kröfu stjórnarandstæðinga um að telja aftur öll atkvæði í kosningunum. Stjórnarandstæðingarnir hafa sakað kommúnistaflokkinn um að hafa falsað kosningaúrslit til að halda völdum.

Hart hefur verið tekist á um málið á götum Chisinau höfuðborg Moldavíu sem er eitt fátækasta land Evrópu.

Vladimir Voronin, forseti landsins, segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ætlað að bylta ríkisstjórn landsins í valdaráni með aðstoð Vesturlanda. Hann vill að atkvæði verði endurtalinn svo almenningur sjái að ekki hafi verið um kosningasvindl að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×