Innlent

Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði

Arnbjörg Sveinsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögurnar.
Arnbjörg Sveinsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögurnar.
Fjórir þingmenn í Norðausturkjördæmi vilja að Alþingi feli samgönguráðherra nú þegar undirbúning að gerð jarðganga undir Fjarðarheiði. Fram kemur í þingsályktunartillögu þingmannanna að þeir vilja að rannsóknum og undirbúningi verði lokið í tæka tíð til að hægt verði að hefja framkvæmdir í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngum eða ekki síðar en sumarið 2011.

Í greinargerð með tillögunni segir að í fjöldamörg ár hafi verið í athugun að leysa samgöngumál á milli Seyðisfjarðar og annara hluta Austurlands með jarðgöngum.

„Erfiðleikar við að halda uppi samgöngum yfir Fjarðarheiði hafa sífellt aukist. Vegurinn yfir Fjarðarheiði er í 620 m hæð og verður þar með hæsti fjallvegur til þéttbýlisstaðar þegar Norðfjarðargöng hafa orðið að veruleika, en undirbúningi að gerð þeirra er lokið og talað um að bjóða framkvæmdina út næsta haust, 2009.“

Fyrsti flutningsmaður tillögurnar er Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðrir flutningsmenn eru Einar Már Sigurðssonar Samfylkingu, Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki og Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×