Innlent

Grímur Atlason gefur kost á sér í Norðvesturkjördæmi

Grímur Atlason gefur kost á sér í 1. - 2. sæti.
Grímur Atlason gefur kost á sér í 1. - 2. sæti.

Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, gefur kost á sér í 1.-2. sæti í forvali Vinstri grænna, í Norðvesturkjördæmi, vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi.

Grímur er 38 ára gamall, þroskaþjálfari að mennt og starfaði lengi sem slíkur í Reykjavík og í Danmörku. Þá starfaði hann um skeið við félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg og rak um árabil fyrirtæki sem stóð fyrir tónlekum á vegum fjölmargra innlendra og erlendra tónlistarmanna og tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem haldin hefur verið í Reykjavík margar undanfarnar verslunarmannahelgar.

Sumarið 2006 tók Grímur við starfi sem bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann er eini bæjarstjórinn í sögu Bolungarvíkur sem ekki hefur starfað í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Frá árinu 2008 hefur Grímur verið sveitarstjóri í Dalabyggð.

Grímur Atlason var á árum áður virkur í starfi VG í Reykjavík og skipaði 4. sætið á lista flokksins í Reykjavík norður við alþingiskosningarnar 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×