Erlent

Er bin Laden allur?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hann virðist nokkuð hress á þessari mynd en forseti Pakistans telur engu að síður líkur á því að bin Laden hafi safnast til feðra sinna.
Hann virðist nokkuð hress á þessari mynd en forseti Pakistans telur engu að síður líkur á því að bin Laden hafi safnast til feðra sinna. MYND/AP

Osama bin Laden gæti verið látinn. Þetta segir Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, og bendir á það, máli sínu til stuðnings, að hvorki hafi sést né heyrst til al-Qaeda-leiðtogans síðan Al Jazeera-sjónvarpsstöðin sendi út hljóðupptöku af rödd hans í mars. Óstaðfestar fregnir hafa borist af heilsubresti hjá bin Laden, meðal annars er sagt að hann sé kominn með nýrnabilun. Bandaríska leyniþjónustan CIA vill þó ekki taka undir fregnir af dauða hryðjuverkaleiðtogans og segir það alveg eins líklegt að hann sé enn í felum í fjalllendinu á landamærum Afganistans og Pakistans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×