Íslenski boltinn

Söderlund kemur aftur til landsins í mánuðinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Söderlund í leik með FH í sumar.
Alexander Söderlund í leik með FH í sumar. Mynd/Daníel

Norðmaðurinn Alexander Söderlund kemur aftur til landsins í mánuðinum og mun þá ræða við FH um að spila með liðinu á næstu leiktíð.

Söderlund var í láni hjá FH síðastliðið sumar en hann var þá á mála hjá ítalska félaginu Treviso. Heimir segir að samkvæmt umboðsmanni er hann laus allra mála þar.

„Þetta er eitthvað sem við munum skoða þegar hann kemur til landsins í mánuðinum," sagði Heimir.

Söderlund skoraði alls þrjú mörk í átján leikjum með FH síðastliðið sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×