Enski boltinn

100 daga verkefni Manchester United

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United hefur þegar unnið heimsmeistaratitil félagsliða á leiktíðinni en á enn möguleika á því að vinna fimm titla - afrek sem virðist óhugsandi.

Ef allt fer á besta veg hjá lærisveinum Alex Ferguson eru nákvæmlega 100 dagar þangað til liðið spilar lokaleik sinn á tímabilinu - úrslitaleikinn í enska bikarnum á Wembley þann 30. maí.

Liði United hefur gengið allt í haginn að undanförnu, en leiðin að fimm titlum verður ekki auðveld. Liðið á ágæta möguleika á að verja enska meistaratitilinn, er komið í úrslit í deildabikarnum og á erfiða leiki fyrir höndum í enska bikarnum og Meistaradeildinni.

Breska blaðið Daily Mail hefur til gamans tekið saman hvaða leiki United á eftir á þessum 100 dögum og hefur gefið deildarleikjunum og næstu leikjum liðsins í bikarkeppnunum einkunn eftir því hve erfiðir þeir eru.

Þannig er auðveldur leikur merktur með 1 en mjög erfiður leikur merktur með 5.

Athugið að dagsetningar á deildarleikjum liðsins eru fjarri því staðfestar, því leikjaplan liðsins getur átt eftir að riðlast mikið og er háð árangri liðsins í bikarkeppnunum á næstunni.

Dagskrá Manchester United næstu 100 daga:

Febrúar



 21. Febrúar: Blackburn heima (Úrvalsdeild) 2/5

 24. Febrúar: Inter Milan úti (Meistaradeild) 5/5

Mars

 1. Mars: Tottenham (Deildabikar, úrslit) 3/5

 4. Mars: Newcastle úti (Úrvalsdeild) 2/5

 7. Mars: Fulham/Swansea heima (Enski bikarinn) 1/5

11. Mars: Inter Milan heima (Meistaradeild) 4/5

14. Mars: Liverpool heima (Úrvalsdeild) 4/5

21. Mars: Fulham úti (Úrvalsdeild) 1/5

Apríl

 4. Apríl: Aston Villa heima (Úrvalsdeild) 3/5

7/8 Apríl.: Meistaradeild, fyrri leikur í 8-liða.

11. Apríl: Sunderland úti (Úrvalsdeild)

14/15. Apríl: Meistaradeild, seinni leikur í 8-liða.

18. Apríl: Enski bikarinn, undanúrslit

22. Apríl: Wigan úti (Úrvalsdeild) 3/5

25. Apríl: Tottenham heima (Úrvalsdeild) 2/5

28/29. Apríl: Meistaradeild, fyrri leikur í undanúrsl.

Maí

 2. Maí: Middlesbrough úti (Úrvalsdeild) 3/5

5/6. Maí: Meistaradeild, seinni leikur í undanúrsl.

 9. Maí: Manchester City heima (Úrvalsdeild) 3/5

13. Maí: Portsmouth heima (Úrvalsdeild)

16. Maí: Arsenal heima (Úrvalsdeild) 4/5

24. Maí: Hull away (Úrvalsdeild) 2/5

27. Maí: Meistaradeild, úrslitaleikur

30. Maí: Enski bikarinn, úrslitaleikur








Fleiri fréttir

Sjá meira


×