Innlent

Þrír vilja á formannsstól í VR

Gunnar Páll Pálsson núverandi formaður óskar eftir umboði til að sitja áfram.
Gunnar Páll Pálsson núverandi formaður óskar eftir umboði til að sitja áfram.

Framboðsfrestur til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs VR rann út á hádegi í dag og fundar kjörstjórn félagsins þessa stundina til að fara yfir lögmæti framboðanna.

Þrír hafa gefið kost á sér til formanns, en það eru þeir Gunnar Páll Pálsson, núverandi formaður félagsins, Lúðvík Lúðvíksson og Kristinn Örn Jóhannesson.

Alls bárust 23  framboð til  stjórnarsetu og 86 framboð í trúnaðarráð.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×