Fótbolti

Marta til Bandaríkjanna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marta er 22 ára gömul.
Marta er 22 ára gömul.

Hin brasilíska Marta, besta knattspyrnukona heims, er á leið í nýju kvennadeildina í Bandaríkjunum.

Marta sagði í viðtali í dag að hún væri að fara að skrifa undir þriggja ára samning við Los Angeles Sol.

„Það er verið að stofna virkilega stóra deild. Ég held að margir sterkir leikmenn muni koma í hana," sagði Marta sem hefur verið hjá sænska liðinu Umea síðustu fimm ár.

Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að búa til sterkustu kvennadeild í heimi og með því að fá Mörtu í deildina hafa þeir stigið stórt skref í þá átt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×