Erlent

Obama fer sigurför um Evrópu

Óli Tynes skrifar
Silivo Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Dmitry Medvedev forseti Rússlands, vildu fá mynd af sér með Obama.
Silivo Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og Dmitry Medvedev forseti Rússlands, vildu fá mynd af sér með Obama. MYND/AP

Langt er síðan bandarískur forseti hefur farið aðra eins sigurför um Evrópu og Barack Obama.

Það er eiginlega farið með hann eins og rokkstjörnu og aðrir þjóðarleiðtogar keppast um að fá myndir af sér með honum.

Ekki síðan Bill Clinton var og hét hefur bandarískum forseta verið tekið jafn vel. Það var líka tekið eftir því að þótt aðrir þáttakendur hefðu flestir maka sína með á G-20 fundinn í Washington var Hillary Clinton ein á ferð.

Forsetinn fyrrverandi hafði vit á að skyggja ekki á neinn með því að mæta. Líklega hefði mæting hans verið óþægilegri fyrir Hillary en Obama.

Blaðamaður Norska blaðsins Aftenposten sagði að á blaðamannafundi sem Obama hélt hefðu blaðamennirnir verið alveg eins og kjánar.

Þetta voru eðli málsins samkvæmt elstu og reyndu starfsmenn sinna fjölmiðla en Aftenposten sagði að þeir hefðu verið eins og unglingar að tala við rokkstjörnu.

Einhverjir þeirra klöppuðu þegar fundinum lauk, sem er ekki venjan hjá pólitískum skríbentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×