Íslenski boltinn

Viktor Unnar skrifaði undir hjá Val

Viktor Unnar
Viktor Unnar Mynd/Heimasíða Vals

Valsmenn tilkynntu í dag að Viktor Unnar Illugason hefði gengið formlega frá samningi við félagið, en tilkynnt var að hann gengi í raðir Valsmanna í síðasta mánuði.

Viktor var samningsbundinn Reading á Englandi en fékk sig lausan frá samningi og fór því á frjálsri sölu til Valsmanna að eigin ósk.

Viktor er 18 ára gamall framherji og hóf feril sinn í Landsbankadeildinni með Breiðablik árið 2006. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn og er sjötti leikmaðurinn sem Hlíðarendafélagið krækir í fyrir átökin á næstu leiktíð.

Þegar höfðu þeir Ólafur Páll Snorrason og Pétur Markan frjá Fjölni, Ian Jeffs hjá Fylki, Reynir Leósson frá Fram og Haraldur Björnsson frá Hearts gert samninga við Valsmenn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×