Enski boltinn

Bosingwa biðst afsökunar

Bosingwa lét skapið hlaupa með sig
Bosingwa lét skapið hlaupa með sig AFP

Portúgalski bakvörðurinn Jose Bosingwa hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leik Chelsea og Liverpool í gær þegar hann stuggaði við Yossi Benayoun með fætinum undir lok leiksins.

Ísraelsmaðurinn var ekki að flýta sér úti við endalínuna á síðustu mínútum leiksins, sem Liverpool vann 2-0, og var að skýla boltanum eins og gjarnan tíðkast á þessum tímapunkti í leikjum.

Eitthvað fóru tafirnar í skapið á Bosingwa, sem setti takkana í afturendann á Benayoun og bókstaflega sparkaði honum frá.

Þetta gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum, sem þó sá enga ástæðu til að spjalda Portúgalann.

"Ég bið Benayoun afsökunar, það var aldrei ætlunin að meiða hann," var haft eftir Bosingwa á Sky í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×