Forsætisráðherra boðar orku- og auðlindaskatta Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2009 15:54 Jóhanna Sigurðardóttir segir misskiptingu hafa aukist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Mynd/ Anton. Óhjákvæmilegt er að breyta um stefnu og leggja upp með meira jafnræði og réttlæti í skattkerfinu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að ríkisstjórnin hyggðist meðal annars í því skyni jafna hlutföll milli tekjuskatta og fjármagnstekjuskatta og innleiða orku, umhverfis- og auðlindaskatta. Jóhanna segir að hinir tekjuhærri verði að bera stærri hluta byrðanna. Skattheimtan verði að sönnu aukin vegna þess ástands sem Íslendingar glími við en eignaskattar- og erfðafjárskattar séu ekki inni í þeirri mynd. Mjög varlega verði einnig að fara í breytingar á óbeinum sköttum. Í ræðu sinni benti Jóhanna Sigurðardóttir á skýrslu sem birt verður á næstunni, um stöðu og þróun lykiltalna í þjóðarbúskapnum. Þar komi fram að þær breytingar á skattstofnun og skattprósentum sem gerðar voru í þágu atvinnulífsins og áttu ekki síst að laða að erlenda fjárfestingu á Íslandi, hafi nánast engu skilað í þeim efnum. „Áhugi erlendra aðila á fjárfestingum á Íslandi hefur hingað til nánast eingöngu átt við um stóriðju. Á undanförnum árum hafa Íslendingar hinsvegar í stórum stíl, flutt fjárfestingar sínar í erlend fjárfestingafélög og þau síðan fjárfest á Íslandi. Á sama tíma hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu aukist verulega, meðal annars vegna minnkandi áhrifa skattkerfisins og bótagreiðslna á vegum ríkisins," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að árið 1993 hafi ríkustu 1% fjölskyldna landsins verið með um 4% hlutdeild í ráðstöfunartekjum. Árið 2007 hafi verið orðin alger umskipti því þá hafi 1% ríkustu fjölskyldnanna verið með um 20% ráðstöfunartekna. „Ekki nóg með það. 10% ríkustu fjölskyldna tvöfölduðu hlutdeild sína í ráðstöfunartekjunum á sama tíma og höfðu um 40% ráðstöfunartekna árið 2007. Aðrar íslenskar fjölskyldu, 90% fjölskyldna í landinu, skiptu 60% teknanna á milli sín árið 2007. Þetta eru ótrúlegar breytingar á skömmum tíma - og þær voru afleiðing markvissrar stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stefnu misskiptingar," sagði Jóhanna. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að breyta um stefnu og leggja upp með meira jafnræði og réttlæti í skattkerfinu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði að ríkisstjórnin hyggðist meðal annars í því skyni jafna hlutföll milli tekjuskatta og fjármagnstekjuskatta og innleiða orku, umhverfis- og auðlindaskatta. Jóhanna segir að hinir tekjuhærri verði að bera stærri hluta byrðanna. Skattheimtan verði að sönnu aukin vegna þess ástands sem Íslendingar glími við en eignaskattar- og erfðafjárskattar séu ekki inni í þeirri mynd. Mjög varlega verði einnig að fara í breytingar á óbeinum sköttum. Í ræðu sinni benti Jóhanna Sigurðardóttir á skýrslu sem birt verður á næstunni, um stöðu og þróun lykiltalna í þjóðarbúskapnum. Þar komi fram að þær breytingar á skattstofnun og skattprósentum sem gerðar voru í þágu atvinnulífsins og áttu ekki síst að laða að erlenda fjárfestingu á Íslandi, hafi nánast engu skilað í þeim efnum. „Áhugi erlendra aðila á fjárfestingum á Íslandi hefur hingað til nánast eingöngu átt við um stóriðju. Á undanförnum árum hafa Íslendingar hinsvegar í stórum stíl, flutt fjárfestingar sínar í erlend fjárfestingafélög og þau síðan fjárfest á Íslandi. Á sama tíma hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu aukist verulega, meðal annars vegna minnkandi áhrifa skattkerfisins og bótagreiðslna á vegum ríkisins," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að árið 1993 hafi ríkustu 1% fjölskyldna landsins verið með um 4% hlutdeild í ráðstöfunartekjum. Árið 2007 hafi verið orðin alger umskipti því þá hafi 1% ríkustu fjölskyldnanna verið með um 20% ráðstöfunartekna. „Ekki nóg með það. 10% ríkustu fjölskyldna tvöfölduðu hlutdeild sína í ráðstöfunartekjunum á sama tíma og höfðu um 40% ráðstöfunartekna árið 2007. Aðrar íslenskar fjölskyldu, 90% fjölskyldna í landinu, skiptu 60% teknanna á milli sín árið 2007. Þetta eru ótrúlegar breytingar á skömmum tíma - og þær voru afleiðing markvissrar stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stefnu misskiptingar," sagði Jóhanna.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira