Innlent

Mikilvægt skref stigið í málefnum fatlaðra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir mikilvægt skref hafa verið stigið til hagsbóta fyrir fatlaða í dag þegar undirrituð var viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um flutning málaflokksins til sveitarfélaganna árið 2011. Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um framkvæmdina á þessu ári.

Við undirritun viljayfirlýsingarinnar sagði félags- og tryggingamálaráðherra að þetta væri langþráður áfangi. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þjónusta við fatlaða eigi að vera sem næst þeim sem njóta hennar og að þannig verði gæði þjónustunnar best tryggð," segir Ásta Ragnheiður. Ráðherra segir ekki síst mikilvægt „að skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Óljós verkaskipting og ábyrgð hefur oft leitt til þess að fólk í þörf fyrir þjónustu hefur lent á milli kerfa og ekki fengið þá þjónustu sem því ber."

Ásta Ragnheiður segir að síðustu misseri hafi farið fram mikið starf á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við undirbúning að flutningi málaflokksins. Allmörg sveitarfélög sinna nú þegar með góðum árangri umfangsmikilli þjónustu við fatlaða á grundvelli þjónustusamninga. Þeir munu halda gildi sínu þar til flutingur málaflokksins til sveitarfélaganna tekur gildi með lagasetningu eins og stefnt er að árið 2011.






Tengdar fréttir

Þjónusta við fatlaða færist til sveitarfélaga

Ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað viljayfirlýsingu um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um framkvæmdina á þessu ári. Heildarkostnaður þjónustu við fatlaða sem ríkið sinnir nú nemur um 10 milljörðum króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×